FRS er félag ráðgjafa, stuðningsfulltrúa og annars starfsfólks í umönnun. Félagið er deild innan SFR.

Tilgangur Félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa er:

  • Að vinna að hagsmunamálum félagsmanna og þjónustuþega/skjólstæðinga þeirra, vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfskjörum.
  • Að efla samheldni og samvinnu félagsmanna.
  • Að stuðla að símenntun, fræðslu og bættri þekkingu félagsmanna.
  • Að vera málsvari félagsmanna út á við og eiga samstarf við hliðstæð félög.

Lög félagsins má nálgast hér. 

Siðareglur félagsins má nálgast hér.

Starfssvið og starfsvettvangur
Ráðgjafar og stuðningsfulltrúar vinna á félags- og heilbrigðissviði við að aðstoða einstaklinga sem þurfa á sérhæfðri aðstoð að halda við athafnir daglegs lífs og styðja þá til sjálfshjálpar. Þjónustuþegahópurinn eru einstaklingar með fötlun, geðræna sjúkdóma og aðrir sem vegna fötlunar eða sérstakra aðstæðna þurfa stuðnings við til lengri eða skemmri tíma.
Starfsvettvangur ráðgjafa og stuðningsfulltrúa er fjölbreyttur. Þeir vinna m.a. á sambýlum sem geta verið afar ólík vegna þarfa skjólstæðinga, vinnustöðum fatlaðra og á Landspítala Íslands. Sjá meira hér.

Í stjórn Félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa sitja:

Guðjón Bjarki Sveinsson, formaður, starfar á sambýli í Hafnarfirði
Alma Garðarsdóttir, starfar á Sambýli á Akranesi
Bragi Andrésson, starfar á sambýli í Þorlákshöfn
Friðgerður Bjarnadóttir, starfar á Sambýli á Akranesi
Jón Guðmar Jónsson, starfar á sambýli í Hafnarfirði
Vésteinn Valgarðsson, starfar hjá Landspítala

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun.
Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)